Hoppa yfir valmynd

Önnur mál.

Málsnúmer 1410018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. október 2014 – Atvinnu og menningarráð

a. Atvinnu- og menningarráð vill hrósa innanríkisráðherra fyrir fagleg vinnubrögð í þeirri ákvörðun sinni að staðsetja sýslumannsembættið á Vestfjörðum á Patreksfirði. Ávinningurinn er efling samvinnu milli atvinnusvæða á Vestfjörðum og þrýstir ákvörðunin á uppbyggingu heilsárssamgangna milli suður- og norðursvæðisins. Hér er framfararskref stigið til varnar fámennari byggðum og til eftirbreytni fyrir önnur ráðuneyti.
b. Lagt fram bréf dags 9. sept. sl. frá Maríu Óskarsdóttur um frönsk menningartengsl á Patreksfirði og uppbyggingu söguseturs í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og menningarráð tekur jákvætt í hugmyndir um sögu- og/eða menningasetur í sveitarfélaginu og vísar málinu til bæjarstjórnar.
c. Fjallskilanefnd. Atvinnu- og menningarráð leggur áherslu á að ný fjallskilanefnd verði skipuð og taki til starfa sem allra fyrst.