Hoppa yfir valmynd

Atvinnu og menningarráð - 2

Málsnúmer 1501011F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. febrúar 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 5. töluliðum.
Til máls tók: Forseti.

3.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir bókun atvinnu- og menningarráðs sem bendir á að rannsóknir á rækjustofninum í Arnarfirði eru ófullnægjandi, en þær fara fram einu sinni á ári á haustin. Rækjuveiðar er mikilvægur atvinnuvegur á sunnanverðum Vestfjörðum og skiptir miklu máli fyrir afkomu fjölmargra sjómanna og sveitarfélögin á svæðinu. Nauðsynlegt er að rannsaka stærð og ástand rækjustofnsins að vetri til og fá þannig nákvæmari mælingar á stofninum og veiðiþoli hans.

4.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir bókun atvinnu- og menningarráðs sem bendir á að mikil uppbygging atvinnulífs er nú á sunnanverðum Vestfjörðum, m.a. í fiskeldi o.fl., sem kallar á aukna og öruggari flutninga og samgöngubætur í landshlutanum. Þar skiptir sköpum reglubundnar og tíðari ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, rýmri snjómokstursreglur með hærra þjónustustigi og daglegar flugsamgöngur með hagstæðari tímasetningu og verði.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.