Hoppa yfir valmynd

Samgöngumál

Málsnúmer 1501035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. janúar 2015 – Atvinnu og menningarráð

Atvinnu- og menningarráð bendir á að mikil uppbygging atvinnulífs er nú á sunnanverðum Vestfjörðum m.a. í fiskeldi o.fl. sem kallar á aukna og öruggari flutninga og samgöngubætur í landshlutanum. Þar skiptir sköpum reglubundnar og tíðari ferðir Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, rýmri snjómokstursreglur með hærra þjónustustigi og daglegar flugsamgöngur með hagstæðari tímasetningu og verði.