Hoppa yfir valmynd

Melstaður - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1503001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. mars 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Loga Ragnarssyni kt.180260-4559. Umsókn um byggingarleyfi fyrir Melstað í Selárdal, landnr. 219707. Sótt er um leyfi til endurnýjunar/stækkunar á bíslagi, klæða með bárujárni, breytingu á gluggum og hurðum sem og breytingu á innra skipulagi. Erindinu fylgir grunn- og útlitsmynd fyrir og eftir fyrirhugaðar breytingar, unnið af Víðsjá Verkfræðistofu dags. 03.03.2014. Einnig fylgir umsókninni jákvæð umsögn Minjastofnunar, en skráð byggingarár er 1905. Í umsögn Minjastofnunar er skráð byggingarár dregið í efa þar sem um steypt hús er að ræða.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.