Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 733

Málsnúmer 1505002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. maí 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 11. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, ÁS, MJ, ÁDF og GÆÁ.
9. tölul.: Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs Vesturbyggðar frá 5. maí 2015 og hvetur sjávarútvegsráðherra til að auka strandveiðikvóta um 2000 tonn, úr 8600 tonnum í 10600 tonn á þessari vertíð. Á síðasta ári nam verðmæti strandveiðiafla í kringum 200 milljónir í Vesturbyggð. Aukning á strandveiðikvóta skiptir því miklu máli í Vesturbyggð.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir sig sömuleiðis alfarið á móti hækkun veiðigjalda og boðuðu makrílfrumvarpi. Báðar þessar breytingar munu draga úr möguleikum lítilla samfélaga allt í kringum landið til eflast og eru ekki til þess fallnar að skapa sátt um sjávarútveg í landinu. Mikilvægt er að tryggja stöðugleika í greininni þannig að fyrirtæki geti starfað án íþyngjandi gjaldheimtu hins opinbera og síendurteknum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða sem einungis skaða greinina. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur sjávarútvegsráðherra til að endurskoða fyrirliggjandi lagafrumvörp og leggja til aukningu á strandveiðikvóta strax.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.