Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 9

Málsnúmer 1505004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. maí 2015 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: MJ og forseti.
5. tölul.: Deiliskipulag á Látrabjargi.
Tekið fyrir deiliskipulag Látrabjargs. Leiðrétt greinargerð frá BAARK, dags. febrúar 2014, en með viðbótum frá 22. apríl 2015. Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram í bréfi Skipulagsstofnunar frá 19. febrúar 2015. Um er að ræða afgreiðslu Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi Látrabjargs. Skipulagsstofnun fór yfir framlögð gögn og gerði athugasemd að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda vegna ákveðinna forms- og efnisgalla tillögunnar.

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. mars 2015 var afgreiðslu frestað þar til gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagsgögnum sem nú liggja fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6. tölul.: Breyting á aðalskipulagi.
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. mars 2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila: Veðurstofu Íslands, Vegagerðinnar, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Tálknafjarðarhrepps og Ísafjarðarbæjar. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar sem svaraði með tölvupósti 6. janúar 2015. Vegagerðin gerði engar athugasemdir en óskaði eftir því að deiliskipulagstillaga að bensínafgreiðslustöð verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur. Veðurstofa sendi umsögn með tölvupósti 13. mars sl. og gerði engar athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna en óskaði jafnframt eftir að deiliskipulagstillaga/grenndarkynning verði send þeim til umsagnar þegar þar að kemur.

Í bréfi Skipulagsstofnunar, dagsett 15. janúar 2015, kom fram að aðalskipulagsbreytingin verði ekki staðfest fyrr en fyrir liggur staðfest nýtt hættumat vegna snjóflóðamannvirkja við Búðargil.
Fyrir liggur nýr uppdráttur af aðalskipulagsbreytingunni dagsettur 27. apríl 2015. Breytingin nær nú einungis til Patreksfjarðar þar sem verið er að leggja til stækkun á verslunar- og þjónustusvæði við Aðalstræti 62. Breyting á Bíldudal hefur verið tekin út þar sem óljóst er hvenær staðfest hættumat fyrir Búðargil mun liggja fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.