Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 756

Málsnúmer 1601010F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. febrúar 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 7. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri og ÁS.
1. tölul. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að taka 374 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016 til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda.
6. tölul. Bæjarstjórn tilnefnir Ásgeir Sveinsson, formann bæjarráðs sem varamann aðalmanns Vesturbyggðar í starfshópi Fjórðungssambands Vestfirðinga ”Verkefnanefnd stefnumörkunar sveitarfélaga á Vestfjörðum“.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.