Hoppa yfir valmynd

Kynning á nýjum tónlistarskólastjóra og hvað er framundan.

Málsnúmer 1601055

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. febrúar 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Ákvörðun fræðslunefndar frá 19. fundi nefndarinnar um ráðningu Kristinn Níelsson var dregin til baka.
Einar Bragi Bragason var ráðinn tímabundið sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og mætti hann til fundarins og ræddi verkefni vetrarins. Fræðslu- og æskulýðsráð býður Einar Braga velkominn til starfa.
Nú eru skráð 68 börn í tónlistarskólann og hafa undanfarnar vikur farið í að skipuleggja tíma nemenda og er starfið nú hafið. Tveir stundakennarar hafa einnig tekið til starfa, Magni Smárason á gítar og bassa og Marte Strandbakken á píanó, blokkflautur og söng.