Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 757

Málsnúmer 1602005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. febrúar 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 14. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, GBS, ÁS, NÁJ, GÆÁ, HS og HT.
2. tölul. ÁS benti á að undangengnar vikur og mánuði hafa bæjaryfirvöld rætt um framtíð skólastarfs í Birkimelsskóla í ljósi þess að í stefndi að einungis tveir nemendur sæktu skólann næsta skólaár (2016-2017). Ennfremur er bæjarstjórn kunnugt um þá jákvæðu þróun sem á sér stað með nýliðun í búsetu á Barðaströnd.

Forseti lagði fram tillögu að bókun: "Fyrir liggur að einungis tvö börn verði á grunnskólaaldri á Barðaströnd á næsta skólaári og því er rétt að taka skólahald á Birkimel til skoðunar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannaðar verði allar mögulegar leiðir, t.d. heima- og fjarkennsla eða blandað fyrirkomulag. Ef til lokunar kæmi, líkt og fram kom í stefnuræðu bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2016, verður sú ákvörðun tekin til endurskoðunar ef forsendur breytast. Ekki stendur til að leggja skólann niður eða selja húsnæðið enda fullur skilningur bæjarstjórnar á aðstæðum á Barðaströnd.“

Bæjarstjórn hefur óskað eftir aðkomu Ingvars Sigurgeirssonar, skólaráðgjafa við ákvarðanatöku um Birkimelsskóla og áframhaldandi fyrirkomulag. Fyrirhugaður er fundur bæjarráðs, fræðslu- og æskulýðsráðs og Ingvars Sigurgeirssonar með foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri á Barðaströnd.
Bókunin samþykkt samhljóða.

3. tölul. Bæjarstjórn óskar eftir að skoðað verði hvort samþykki allra landeigenda liggi fyrir áður en friðlýsing verði staðfest.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.