Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 758

Málsnúmer 1603002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 23. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, ÁS, NÁJ, GÆÁ og GBS.
3.tölul. Bæjarstjórn fagnar fyrirhugaðir starfsemi í húsnæði Strandar ehf að Krossholtum og samþykkir samhljóða að forkaupsréttarákvæði sveitarfélagsins í lóðarleigusamningi verði áfram. Vesturbyggð fellur frá forkaupsrétti á fasteigninni að þessu sinni, þ.e. vegna núverandi sölu á eigninni.

4. tölul. Að ósk Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er samþykkt um lántöku á árinu 2016 lögð aftur fram þar sem hluti texta féll niður í fyrri bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að taka 374 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016 til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda. Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

4.tölul. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrárbreytingu vegna leigugjalda og aðstöðu í Kaldbakshúsi/Straumneshúsi, Patreksfirði.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.