Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 20

Málsnúmer 1603003F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. mars 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, skrifstofustjóri, HT.
2. tölul.: Bæjarstjórn ítrekar að umrætt svæði er á C-hættusvæði og að byggingin verði með takmarkaðri íveru eins og reglugerð kveður á um. Bæjarstjórn samþykkir að fyrirvarar verði í lóðarleigusamingi og byggingarleyfi og felur bæjarlögmanni að undirbúa fyrirvarana komi til fullgildrar umsóknar. Forseti vék sæti og lét bóka að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls.

7. tölul. Bæjarstjórn fagnar því að starfsemi hefjist á ný í veitingarhluta bensínafgreiðslustöðvarinnar ”Gillagrill ehf.“ við Aðalstræti 110, Patreksfirði.

9. tölul. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og lýsir ánægju sinni með að komið sé að endurbótum á Örlygshafnarvegi. Bæjarstjórn telur að framkvæmdin sé löngu tímabær þar sem umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku með tilheyrandi aukinni slysahættu og muni þessar framkvæmdir draga verulega úr þeirri hættu. Þar sem framkvæmdin mun takmarkast að mestu við núverandi vegstæði þá eru neikvæð áhrif á gróður, dýralíf og menningarminjar hverfandi. Það er því mat bæjarstjórnar Vesturbyggðar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.