Hoppa yfir valmynd

Staðan í upphafi skólaárs - Bíldudalsskóli

Málsnúmer 1608030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

1. september 2016 – Fræðslu og æskulýðsráð

Skólastarfið fer vel af stað, búið er að ráða í allar stöður.
37 nemendur eru í Bíldudalsskóla, 15 á yngsta, 11 á miðstigi og 11 á unglingastigi. Farið verður með nemendur á mið og unglingastigi á Patreksfjörð á föstudögum líkt og verið hefur. Átta starfsmenn eru við skólann. Samningur er áfram við Tröppu sem sinnt hefur talþjálfun ásamt öðru. Signý Sverrisdóttir mun halda utan um sérkennsluna á Bíldudal. Sett hefur verið á laggirnar heimasíðan bildudalsskoli.is. Sex skráningar eru komnar fyrir börn í lengda viðveru á Bildudal en ennþá vantar starfsmann í 50% stöðu. Mikilvægt er að fundinn verði starfsmaður sem allra fyrst.