Hoppa yfir valmynd

Umsókn um æfingarsvæði til iðkunar skotíþrótta.

Málsnúmer 1609046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. september 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skotíþróttafélagi Vestfjarða. Í erindinu er sótt um æfingarsvæði til iðkunar skotíþrótta í Mikladal. Riffilbraut myndi snúa upp dalinn og þannig myndu dalsbrekkurnar mynda náttúrulegan bakenda brautarinnar. Til verndar þjóðveginum þyrfti að reisa manir til að tryggja hindrað útsýni frá skotlúgum riffilhúss að þjóðvegi og gera þannig ómögulegt að skotið yrði í þá átt.

Skv. Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er svæðið skilgreint sem óbyggt svæði, svæðið liggur að mörkum vatnsverndarsvæði vatnsbóls Patreksfjarðar í Mikladal.

Á fundinn mætti Ólafur Byron Kristjánsson f.h. Skotíþróttafélags Vestfjarða og kynnti mögulegt fyrirkomulag skotíþróttasvæðisins

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, felur skipulagsfulltrúa að skoða málið betur. Málinu frestað.