Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 29

Málsnúmer 1611012F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. desember 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 6 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, HS, GBS og HT.
6. tölul.: Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar.
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag snjóflóðavarnargarðs og íbúðabyggðar við Urðir/Mýrar, dagsett í október 2016.
Um er að ræða matslýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðahverfi við Urðir/Mýrar sem innifelur flóðavarnir fyrir ofan byggðina sem verja eiga byggingar sem standa við Urðir og Mýrar á Patreksfirði.
Deiliskipulag þetta hefur áhrif á aðliggjandi deiliskipulög; deiliskipulag hafnarsvæðis og Klifs.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu dagskrárliðarins og óskar eftir frekari upplýsingum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.