Hoppa yfir valmynd

Sýslumaðurinn Vf. beiðni um umsögn veitingahús Tjarnarbraut 2 Bd.

Málsnúmer 1611037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. nóvember 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu veitingaleyfis fyrir BA110 ehf. á Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal, kt.651016-0530, dags. 16.11.2016. Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki III.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu veitingaleyfis enda sé húsið í samræmi við samþykkta uppdrætti.




22. nóvember 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. nóvember sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í veitingarhúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal. Friðbjörg Matthíasdóttir lét bóka hjásetu sína við afgreiðslu dagskrárliðarins vegna tengsla við aðila máls.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í veitingarhúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal.