Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun - framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn í Arnarfirði, beiðni um umsögn.

Málsnúmer 1801004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. janúar 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 21. desember 2017 frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn á erindi Arnarlax um 4.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Arnarfirði. Umsókn óskast send fyrir 12. janúar 2018.
Sveitarfélagið Vesturbyggð gerir ekki efnislegar athugasemdir um matsáætlunina. Vesturbyggð minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalaga og áréttar mikilvægi þess að opinberar eftirlitsstofnanir sinni hlutverki sínu af alúð í þágu umhverfis og lífríkis sjávar m.a. með því að hafa fasta starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem á landssvæðinu er eitt umfangsmesta sjókvíaeldi í landinu.
Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hefur ekki þekkingu á eða aðstöðu til að gera nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun eins og beðið er um í bréfi Skipulagsstofnunar. Það verkefni er á hendi eftirlitsaðila.