Hoppa yfir valmynd

Æskulýðsmál í Vesturbyggð

Málsnúmer 1801013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. janúar 2018 – Fræðslu og æskulýðsráð

Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þau mál sem snúa að hennar starfi þegar kemur að æskulýðsmálum. Farið var yfir málefni Ungmennaráðs sem hefur verið starfandi undanfarin ár en það hefur reynst erfitt að halda ráðinu gangandi og virku.
Félagsmiðstöðvarnar á svæðinu hafa aukið samstarf sitt og hittast reglulega og vinna að sameiginlegum verkefnum. Haldin hafa verið böll og námkskeið. Arnheiður bendir á að brýnt er að bæta aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar á Bíldudal. Eins þarf að finna nýja aðstöðu fyrir félagsmiðstöðina á Patreksfirði.