Hoppa yfir valmynd

Orlof húsmæðra 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1904022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir ábending Sambands íslenskra sveitarfélaga um að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda skuli minnst vera 114,22 kr. fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag í orlofsnefnd skal greiða fyrir 15. maí nk. skv. 5. gr. laga nr. 53/1972 laga um orlof húsmæðra.

Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun 2019 og starfandi fjármála- og skrifstofustjóra falið að greiða framlagið til orlofsnefndar innan frests.