Hoppa yfir valmynd

Strandgata 1A. Ósk um heimild til veðsetningar

Málsnúmer 1904075

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. maí 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fyrir erindi dags. 16. apríl 2019 frá Halldóri Gunnlaugssyni, fjármálastjóra Arnarlax um heimild til veðsetningar Strandgötu 1A á Bíldudal. Samkvæmt lóðarleigusamningi dags. 12. maí 2018 er óheimilt að veðsetja leigurétt einan sér eða með þeim húsum eða öðrum mannvirkjum sem á lóðinni eru. Þá er samkvæmt samkomulagi Vesturbyggðar og Arnarlax í tilefni af framkvæmdum við viðbyggingu að Strandgötu 1, dags. 12. maí 2018 þinglýstri kvöð á eigninni að um afturkræfa framkvæmd er að ræða.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar til bókana skipulags- og umhverfisráðs frá 19. júlí 2017 og bókunar hafnarstjórnar Vesturbyggðar 22. ágúst 2017 þar sem skilyrði fyrir framkvæmdinni er að hún sé afturkræf á kostnað Arnarlax. Með vísan til þinglýstra kvaða á lóðinni og 11. gr. lóðaleigusamnings um Strandgötu 1, er beiðni Arnarlax um veðleyfi hafnað.