Hoppa yfir valmynd

Beiðni um upplýsingar vegna fyrirhugaðrar hækkunar aflagjalds.

Málsnúmer 1912029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi frá Arnarlax hf. dags. 6. desember 2019. Í erindinu óskar Arnarlax eftir upplýsingum um afkomu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar síðastliðin 5 ár og upplýsinga um almennar forsendur gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá á hverjum tíma. Sérstaklega er óskað upplýsinga um kostnað vegna veittrar þjónustu Hafnarsjóðs Vesturbyggðar við Arnarlax þannig að fyrirtækið geti lagt mat á það hvort samræmi sé á milli þeirra gjalda sem höfnin innheimtir hjá fyrirtækinu og kostnaði af veittri þjónustu við fyrirtækið.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.