Hoppa yfir valmynd

Uppsetning minnisvarða við Bíldudalskirkju

Málsnúmer 2006020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gunnlaugi F. Gunnlaugssyni, ódags. Í erindinu er sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um áhöfn og farþega sem fórust með Þormóði 18. febrúar 1943, sem er skjöldur festur á stuðlaberg. Minnisvarðinn er gjöf frá afkomendum. Erindinu fylgir samþykki sóknarnefndar fyrir því að minnisvarðinn verði settur upp á lóð Bíldudalskirkju við hana norðanverða.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið, endanleg staðsetning skal valin í samráði við byggingarfulltrúa.