Hoppa yfir valmynd

Samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum

Málsnúmer 2103036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. mars 2021 – Bæjarstjórn

Til máls tóku: Varaforseti, bæjarstjóri og ÁS.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu ferjusiglinga um Breiðafjörð í ljósi atburða síðustu viku, þegar ferjan Baldur varð vélvana á Breiðafirði. Sú staðreynd að ferjan Baldur sé aðeins búin einni vél er með öllu óásættanlegt, hvort sem litið er til öryggis farþega ferjunnar eða til þess að ferjan siglir um sker og eyjar í friðuðum Breiðafirðinum. Mikið mildi þykir að vindátt var hagstæð svo ekki hlytist af alvarlegra slys.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að öryggi farþega sem sigla um Breiðafjörð verði tryggt og leggur ríka áherslu á að lokið verði við gerð viðbragðsáætlunar vegna ferjuslysa á Breiðafirði, sem lagt var til árið 2011 að yrði unnin. Óboðlegt er að núverandi ferja með eina vél hefji siglingar á ný að viðgerð lokinni, enda er traust íbúa til núverandi ferju ekkert, eftir ítrekaðar bilanir. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru langþreyttir á að fá annars flokks ferjur til að þjónusta siglingar um Breiðafjörð. Þá er með öllu óásættanlegt að ekki sé til taks varaskip til siglinga við aðstæður sem þessar, líkt og þekkist annars staðar á landinu. Bæjarstjórn Vesturbyggðar krefst þess að öryggi farþega sem sigla um Breiðafjörð verði tryggt með öllum tilteknum ráðum og til skemmri tíma verði önnur öruggari ferja fengin til siglinga um Breiðafjörð.

Íbúar og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum treysta á öruggar siglingar um Breiðafjörð. Vegaframkvæmdum á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit er enn ekki lokið og þrátt fyrir bættar vegasamgöngur þá valda þungatakmarkanir og lokanir Klettsháls yfir veturinn því, að sunnanverðir Vestfirðir verða ígildi eyju. Við þær aðstæður þurfa íbúar og atvinnulíf að öllu leyti að treysta á öruggar ferjusiglingar um Breiðafjörð. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur því ríka áherslu á að til framtíðar verði ferjusiglingar um Breiðafjörð tryggðar með ferju sem uppfyllir þarfir og kröfur íbúa og atvinnulífs til framtíðar.

Samþykkt samhljóða