Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 640 um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Ósk um umsögn.

Málsnúmer 2105040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. maí 2021 – Bæjarstjórn

Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

Lögð fram drög að umsögn Vesturbyggðar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál. Í tillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipi starfshóp til að yfirfara laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi.

Til máls tóku: Varaforseti, FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að fram sé komin tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Vesturbyggð hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að náð sé utan um heildargjaldtöku af fiskeldi og hvaða tekjur eru að skila sér til þeirra sveitarfélaga þar sem fiskeldi er stundað. Einnig hefur Vesturbyggð bent á að miklvægt sé að til staðar séu skýrar heimildir til töku gjalda af fiskeldi í sjó, þannig að koma megi í veg fyrir að sveitarfélög þurfi að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort heimilt er að taka gjöld til að m.a. standa undir rekstri hafnarmannvirkja. Við endurskoðunina er einnig mikilvægt að líta til áhrifa á þau sveitarfélög sem fiskeldi er stundað, hvort í laga- og reglugerðarumhverfi séu veikleikar sem hafi verulega neikvæð áhrif á þau samfélög þar sem fiskeldi fer fram, hvort sem er vegna þjónustu við kvíasvæði eða slátrun og vinnsla. Þá hvetur Vesturbyggð til þess að hluti að endurskoðunni feli í sér að greina hvort æskilegt sé að skilyrða veitingu rekstrarleyfa í fiskeldi í sjó, eins og gert er í annarri haftengdri starfsemi. Þannig að tryggt sé að tekjur af fiskeldi í sjó verði sannarlega eftir í þeim samfélögum þar sem fiskeldi fer fram.

Samþykkt samhljóða.

Varaforseti afhenti fundarstjórnina aftur til forseta.