Hoppa yfir valmynd

Andahvilft. Ósk um breytta skráningu.

Málsnúmer 2112019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. janúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Tómasi Guðbjartssyni, dags. 15.12.2021. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á eign umsækjenda í Andahvilft, L228046. Húsið er byggt 1903 og er í dag skráð sem sumarbústaður en var áður skráð sem íbúðarhús og hefur verið endurbyggt að fullu, óskað er eftir að fá húsið aftur skráð sem íbúðarhús og samsvarandi breytingu á skráningu lóðar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Tómasi Guðbjartssyni, dags. 15. desember 2021. Í erindinu er óskað eftir breyttri skráningu á eign umsækjenda í Andahvilft, L228046. Húsið er byggt 1903 og er í dag skráð sem sumarbústaður en var áður skráð sem íbúðarhús og hefur verið endurbyggt að fullu, óskað er eftir að fá húsið aftur skráð sem íbúðarhús og samsvarandi breytingu á skráningu lóðar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið á 91. fundi ráðsins 13. janúar sl.

Til máls tóku: Forseti og JÁ.

Bæjarstjórn samþykkir erindið.