Hoppa yfir valmynd

Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 2203067

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. mars 2022 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dómsmálaráðherra dags. 21. mars 2022 vegna endurskipulagningu sýslumannsembætta sem miða að því að sameina embætti landsins í eitt. Meginmarkmið breytinanna verður að efla núverandi starfsemi þannig að úr verði öflugar og nútímalegar þjónustueiningar. Þannig verði elfd núverandi starfsemi og styrktar þær starfsstöðvar sem eru að þjónusta almenning um land allt.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir mikilvægi þess að efla starfsstöðvar sýslumanns á landsbyggðinni. Að mati bæjarráðs er mikilvægt að efla núverandi þjónustueiningu sýslumanns á Patreksfirði og tekur bæjarráð jákvætt í þær hugmyndir sem tilgreindar eru í erindi dómsmálaráðherra að auka áherslu á stafræna þjónustu og fjölgun verkefna um land allt.