Hoppa yfir valmynd

Ósk um upplýsingar um stöðu slökkviliðs og vinnslu brunavarnaáætlunar

Málsnúmer 2209022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. október 2022 – Bæjarráð

Lögð fyrir fyrirspurn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) dags. 9. september 2022, þar sem spurt er um stöðu slökkviliðsins og vinnslu brunavarnaáætlunar.

Óskar HMS eftir upplýsingum um hvernig sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hyggjast uppfylla lögbundnar skyldur sínar og hver fyrirhuguð áform sveitarfélaganna eru um rekstur slökkviliðanna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar í samráði við slökkvistjóra og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
28. mars 2023 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. mars sl. varðnandi eftirfylgni með erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu slökkviliðsins og vinnslu brunavarnaáætlunar.

Bæjarstjóra er falið að svara erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.