Málsnúmer 2211036
29. ágúst 2023 – Bæjarráð
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga um hönnun samvinnu- og þróunarrýmis í Vatneyrarbúð. Einnig er bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að kanna stöðu fjárhagsáætlunar í samræmi við þau verkefni sem eftir standa af fyrirhuguðum framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu húsnæðisins innandyra ljúki á árinu. Samvinnu- og þróunarrýmið verður unnið samhliða en klárað í byrjun árs 2024.