Hoppa yfir valmynd

Strandveiðikerfið - tillaga Strandveiðifélags Íslands

Málsnúmer 2305060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður er fram tölvupóstur, dags. 26. maí 2023, þar sem bent er á leiðir til að gæta sanngirnis í strandveiðikerfinu.

Hafna- og atvinnumálaráð bókaði eftirfarandi um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða) á 46. fundi sínum þann 13. febrúar s.l.

"Hafna- og atvinnumálaráð leggst gegn breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða sem nú eru í umsagnarferli. Eðlileg krafa er að lögin og breytingar á þeim stuðli að jafnræði á milli svæða, tillagan eins og hún er sett fram mun ekki leiða til jöfnuðar á milli svæða heldur auka á óánægju og átök milli svæða líkt og innkomnar umsagnir gefa til kynna.

Hafna- og atvinnumálaráð hvetur ráðherra og atvinnuveganefnd til að fastsetja ákveðinn dagafjölda pr. mánuð fyrir hvern og einn bát. Heildarfjöldi daga gæti verið sá sami á öllum bátum á landinu en mismunandi pr. mánuð eftir landsvæðum."

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með bréfritara, tryggja þarf rekstraröryggi innan greinarinnar.