Hoppa yfir valmynd

Ágangur búfénaðs

Málsnúmer 2307006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. júlí 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram erindi frá Sveini Viðarssyni dags. 6.júlí 2023, vegna ágang búfjárs.

Mikil réttaróvissa er í tengslum við túlkun laga nr. 38/2013 um búfjárhald og laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., er varðar skilgreiningar og leiðbeiningar á mikilvægum atriðum, s.s. réttarstöðu aðila, hvað teljist verulegur ágangur búfjár, hvernig kostnaðarskipting skuli vera, hvernig standa skuli að smölun ágangsfjár, hverjir eru aðilar máls samkvæmt stjórnsýslulögum, hvort land þurfi að vera afgirt, tíðni smölunar og fleiri veigamiklum atriðum.

Bæjarráð telur því rétt að fresta afgreiðslu beiðna um smölun ágangsfjár þar til leiðbeinandi álit verður gefið út, endurskoðun á lögum um afréttarmálefni er lokið eða verklagsreglur liggja fyrir um hvort og hvernig skuli tekið á beiðnum um smölun ágangsfjár. Bæjarráð telur mikilvægt er að viðhafa vandaða stjórnsýslu þegar um íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir er að ræða og telur að ekki sé rétt að sé grípa til ráðstafana á lagagrunni þar sem ágreiningur liggur fyrir um túlkun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu ásamt því að leita leiðbeininga sem skýra réttaróvissuna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu framangreindrar beiðnar um smölun ágangsfjár og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.