Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps 2024 til umræðu

Málsnúmer 2312018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. desember 2023 – Bæjarstjórn

Þar sem tillaga um sameiningu sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt er sveitarfélögunum óheimilt að skuldbinda sveitarfélagið eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum, fjárhagsáætlun eða þegar samþykktum viðauka við hana nema sveitarfélagið sem það er að sameinast samþykki slíka ráðstöfun. Af því leiðir að Vesturbyggð skal taka fjárhagsáætlun 2024-2027 fyrir Tálknafjarðarhrepp til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Tálknafjarðahrepps 2024-2027 er lögð fram í samræmi við 121. gr. sveitarstjórnarlaga.

Til máls tók: Forseti

Vesturbyggð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps fyrir 2024-2027 í samræmi við 121. gr. sveitarstjórnarlaga.