Hoppa yfir valmynd

Hafnarbraut 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 2312031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sólveigu Dröfn Símonardóttur dags. 22. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi undir húseignina að Hafnarbraut 16, Bíldudal.

Byggingarfulltrúi hefur unnið tillögu að lóðinni í samræmi við eldri afmörkun lóðarinnar að teknu tilliti til eldri lóðarleigusamnings og fylgir hún hér með, lóðin er um 760m2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt í samræmi við tillögu byggingarfulltrúa.
17. janúar 2024 – Bæjarstjórn

Erindi frá Sólveigu Dröfn Símonardóttur dags. 22. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi undir húseignina að Hafnarbraut 16, Bíldudal.

Byggingarfulltrúi hefur unnið tillögu að lóðinni í samræmi við eldri afmörkun lóðarinnar að teknu tilliti til eldri lóðarleigusamnings og fylgir hún hér með, lóðin er um 760m2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt í samræmi við tillögu byggingarfulltrúa.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að endurnýjun lóðarleigusamningsins.