Hoppa yfir valmynd

Krossholt Móra. Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2312032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Móru ehf dags. 21. desember 2023. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum við Krossholt Móru. Erindinu fylgja teikningar er sýna umbeðna staðsetningu.

Stöðuleyfi eru einungis gefin út til að hámarki 12 mánaða í senn og eru stöðuleyfi hugsuð sem tímabundnar lausnir. Lóðin sem um ræðir er í eigu sveitarfélagsins og staðsett við þjóðveginn við Krossholt.

Gámarnir eru nú þegar komnir á staðinn.

Á 100. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 10. nóvember 2022 var tekið fyrir erindi Móru ehf. um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum, Skipulags- og umhverfisráð féllst ekki á útgáfu stöðuleyfis fyrir gámana og beindi umsækjanda á að leita varanlegri lausna. Í kjölfar þess sótti Móra ehf. um stækkun á byggingarreit við húsið.

Á 383. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 15. maí 2023 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts. Markmið breytingarinnar var að breyta byggingarreit við Krossholt Móru L221595 svo að Móra ehf. gæti leyst húsnæðisþörf sína með varanlegum hætti. Umsókn þessi er ekki í takt við þær breytingar.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar ósk um stöðuleyfi en beinir því til umsæjanda að leysa húsnæðisþörfina með varanlegum hætti, þ.e. sækja um byggingarleyfi á byggingarreitnum sem búið er að breyta með þörf umsækjenda í huga. Umsækjenda er veittur frestur til 15. apríl 2024 til að leggja fram byggingaráform á reitnum, að öðrum kosti skulu gámarnir fjarlægðir.