Hoppa yfir valmynd

Umræða um þjóðarsátt í tengslum við kjaraviðræður

Málsnúmer 2401009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. janúar 2024 – Bæjarráð

Í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ er stefnt að aðkomu ríkis og sveitarfélaga í svokallaðri þjóðarsátt, þar sem m.a. verður óskað eftir að þak verði sett á gjaldskrárhækknir sveitarfélaga.

Almenn hækkun á gjaldskrám Vesturbyggðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er 7,5% sem tók m.a. mið af áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024, en á árinu 2023 voru almennar hækkanir á gjaldskrám 7% sem reyndist nokkuð lægra en verðbólga ársins. Til að koma til móts við barnafjölskylur var fæði í leik,- og grunnskólum ekki hækkað frá árinu 2023.

Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir bæjarráð Vesturbyggðar sig reiðubúið til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt í tengslum við endurnýjun kjarasamninga þar sem mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum er að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.