Hoppa yfir valmynd

Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2024

Málsnúmer 2401056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. janúar 2024 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2024.

Efnislega eru ekki gerðar breytingar frá árinu áður, en uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2024 og afsláttur hækkaður í samræmi við aðrar breytingar á gjaldskrám.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2024.