Hoppa yfir valmynd

Patrekshöfn í grunnnet hafna hjá Vegagerðinni

Málsnúmer 2401093

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. febrúar 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri tilkynnti að s.l. 4 ár hafi vöruflutningar í gegnum Patrekshöfn verið yfir 10 þúsund tonn að meðaltali á ári og í undirbúningi sé að koma höfninni aftur í grunnnet hafna.

Vegagerðin tilkynnti Vesturbyggð um niðurfellingu Barðastrandarvegar (62-07) af vegaskrá árið 2018, með því afhenti Vegagerðin sveitarfélaginu veghald á veginum. Með endurkomu Patrekshafnar í grunnnet hafna mun veghald aftur færast yfir til Vegagerðarinnar.

Á Vestfjörðum eru Bíldudalshöfn, Brjánslækjarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og Ísafjarðarhöfn nú þegar skráðar í grunnnet hafna.