Hoppa yfir valmynd

Endurskoðun á Reglum Vesturbyggðar um úthlutun lóða.

Málsnúmer 2402060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til samþykktar drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á eftir 2. mgr 2.gr kemur eftirfarandi texti nýr inn:

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er bæjarstjórn heimilt í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarverkefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila, þar sem kveðið er á um nýtingu og afmörkun lóðar, byggingahraða og tryggingu fyrir greiðslu gatnagerðargjalda. Einnig sé heimilt í þeim tilvikum að tryggja þurfi sveitarfélagi eða öðrum opinberum aðilum byggingarrétt að úthluta lóðum án auglýsingar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð.
20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Á 116. fundi skipulags- og umhverfisráðs var lögð til breyting á Reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á fundinum voru lögð fram til samþykktar drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð. Á eftir 2. mgr 2.gr kemur eftirfarandi texti nýr inn:

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er bæjarstjórn heimilt í sérstökum tilvikum vegna ríkra hagsmuna sveitarfélagsins að úthluta lóðum án auglýsingar til lögaðila vegna stærri uppbyggingarverkefna, enda liggi fyrir samningur milli sveitarfélagsins og viðkomandi aðila, þar sem kveðið er á um nýtingu og afmörkun lóðar, byggingahraða og tryggingu fyrir greiðslu gatnagerðargjalda. Einnig sé heimilt í þeim tilvikum að tryggja þurfi sveitarfélagi eða öðrum opinberum aðilum byggingarrétt að úthluta lóðum án auglýsingar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti drög að breyttum reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Til máls tóku: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir breytingu á reglunum í samræmi við tillögu Skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra að undirrita þær og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.