Hoppa yfir valmynd

Reglur um kosningu í heimastjórn

Málsnúmer 2403001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. mars 2024 – Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lögð fyrir drög að reglum um kosningu í heimastjórn.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps staðfestir reglurnar með áorðnum breytingum og felur Gerði Björk Sveinsdóttur verkefnastjóra um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að senda til innviðaráðuneytisins ásamt frekari gögnum í samræmi við fundargerð þessa, til staðfestingar.

Vísað áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps til staðfestingar
20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Lagðar fyrir reglur um kosningu í heimastjórnir.

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar staðfesti reglur um íbúakosningu í heimastjórnir á 5. fundi sínum 4. mars sl. og vísaði reglunum áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps til staðfestingar. Á 631. sveitarstjórnarfundi Tálknafjarðarhrepps var samþykkt að fresta afgreiðslu reglnanna svo að yfirkjörstjórn fengi tækifæri til að veita umsögn um reglurnar áður en þær yrðu afgreiddar. Á fundi yfirkjörstjórnar kom fram sú tillaga að gerðar yrðu þær breytingar á reglunum að kosningaraldurinn yrði miðaður við 16 ára aldur, líkt og íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar haustið 2023. Reglurnar eru því lagðar fram með þeirri breytingu að kosningaaldur í íbúakosningum til heimastjórna verði 16 ár, þrátt fyrir að kjörgengi miðist við 18 ára aldur.

Til máls tóku: Varaforseti, SSS, GE og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir framangreinda tillögu. Bæjarstjórn leggur áherslu á vandaða kynningu og fræðslu á fyrirkomulagi íbúakosninga um heimastjórnir enda í fyrsta skipti sem kosið er í heimastjórnir í hinu sameinaða sveitarfélaga. Áhersla skal lögð á fræðslu til yngstu kjósendanna um fyrirkomulag kosninganna. Bæjarstjórn vísar reglunum til kynningar í ungmennaráði Vesturbyggðar.

Samþykkt samhljóða.