Hoppa yfir valmynd

Bjarkargata 10 og 12. Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2403019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Odd Þór Rúnarssyni, dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðirnar Bjarkargötu 10-12, Patreksfirði. Bjarkargata 10 er 724m2 athafnalóð, Bjarkargata 12 er 349m2 athafnalóð, lóðirnar báðar eru með nýtingarhlutfall 0,3. Sótt er um að fá að sameina lóðirnar og byggja eitt hús á sameinaðri lóð með nýtingarhlutfall 0,3.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt og
lóðirnar sameinaðar í eina. Skipulagss- og umhverfisráð telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.




20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Erindi frá Odd Þór Rúnarssyni, dags. 11. mars 2024. Í erindinu er sótt um byggingarlóðirnar Bjarkargötu 10-12, Patreksfirði. Bjarkargata 10 er 724m2 athafnalóð, Bjarkargata 12 er 349m2 athafnalóð, lóðirnar báðar eru með nýtingarhlutfall 0,3. Sótt er um að fá að sameina lóðirnar og byggja eitt hús á sameinaðri lóð með nýtingarhlutfall 0,3.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að úthlutunin verði samþykkt og lóðirnar sameinaðar í eina. Skipulags- og umhverfisráð telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Oddi Þ. Rúnarssyni byggingarlóðunum að Bjarkargötu 10 og 12 og að lóðirnar verði sameinaðar í eina. Bæjarstjórn telur að sameining lóða kalli ekki á breytingu á deiliskipulagi þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.