Hoppa yfir valmynd

Sameiginleg bakvakt í barnavernd á Vestfjörðum

Málsnúmer 2403075

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. mars 2024 – Bæjarráð

Á fundi framkvæmdaráðs velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 19. mars s.l. voru lagðar fram tillögur sviðs- og félagsmálastjóra á Vestfjörðum um sameiginlega bakvakt barnaverndarþjónustu með eftirfarandi bókun:

"Framkvæmdaráð leggur til við aðildarsveitarstjórnir samningsins að þær samþykki tillöguna."

Vísað er til 11. gr. samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem segir m.a. að framkvæmdaráð sé rekstrarráð velferðarþjónustu Vestfjarða og hafi umsagnar- og tillögurétt er varðar rekstur og fjárhag málaflokka sem undir samninginn heyra.

Lagt er til að bæjarráð taki vel í beiðnina og feli sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna bakvaktanna.

Bæjarráð tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.