Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #1

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, 25. september 2018 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu
 • Aron Ingi Guðmundsson (AIG) varamaður
 • Lilja Sigurðardóttir Silva (LS) embættismaður
 • Óskar Leifur Arnarson (ÓLA) varamaður
 • Ragna Jenný Friðriksdóttir (RJF) aðalmaður
 • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
 • Svava Gunnardóttir (SG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Lilja Sigurðardóttir Þjónustufulltrúi

Almenn mál

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara

Ragna Jenný Friðriksdóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Ragna Jenný lagði til að Ramon Flaviá Piera verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ramon tók við stjórn fundarins og lagði til að kosning varaformanns og ritara verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir þriðjudag í viku fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar, sem haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 1809042 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  3. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

  Trúnaðaryfirlýsing lögð fram. Viðstaddir nefndarmenn undirrituðu yfirlýsinguna.

   Málsnúmer 1808020 6

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   Mál til kynningar

   2. Erindisbréf nefnda. Menningar- og ferðamálaráð

   Drög að erindisbréfi Menningar- og ferðamálaráðs lagt fram til kynningar.

    Málsnúmer 1809044

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

    Díana Jóhannsdóttir og Magnea Einarsdóttir frá Vestfjarðastofu kynna Markaðsstofu Vestfjarða, þ.m.t. áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndarmenn telja þetta jákvætt og uppbyggilegt verkefni og hlakka til að starfa með Markaðsstofu Vestfjarða á komandi árum.

     Málsnúmer 1808010 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Kynningardagur að hausti

     Alda Hrannardóttir kom og lagði fram tillögu að Kynningardegi að hausti sem haldinn verður þann 20.október í þeim tilgangi að kynna fyrir íbúm það félagsstarf sem er í boði á svæðinu, sem og þjónusta sveitarfélagsins í þorpinu.

      Málsnúmer 1809043

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Ferðamálastofa- Opið fyrir umsóknir um styrk frá NATA

      Farið yfir NATA sem er samstarfssamningur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Næsta úthlutun verður í febrúar 2019.

       Málsnúmer 1808039

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30