Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #22

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 11. maí 2022 og hófst hann kl. 18:30

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
  • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Tjaldsvæði í Vesturbyggð

Farið var yfir framtíðarplön tjaldsvæðanna. Rætt var um að fá tilboð í gerð á skipulagi tjaldsvæðisins á Bíldudal og að hefja framkvæmdir á tjaldsvæðinu á Patreksfirði sem fyrst. Rætt um að flýta opnunartíma tjaldsvæðisins á Bíldudal til að samræma við opnunartíma tjaldsvæðisins á Patreksfirði.

    Málsnúmer 2006007 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - 2022

    Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir aðra úthlutun ársins 2022. Alls bárust fjórar umsóknir.

    1. Anna G. Torfadóttir sækir um styrk fyrir myndlistaferðalaginu "Nr. 4 Umhverfing" en það verður á Vestfjörðum í sumar. Sótt er um 250 þúsund króna styrk

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.

    2. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir sækir um styrk fyrir alþjóðlega heimamyndadeginum þar sem Vestfirðingum gefst tækifæri til að hitta heimamyndateymi í aðdraganda Skjaldborgar hátíðarinnar og koma með efni (myndir, myndbönd o.s.frv) úr sínum fórum og verður síðan valið efni sýnt á hátíðinni. Sótt er um 100 þúsund króna styrk

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

    3. FLAK sækir um styrk fyrir Fyrirlestri um jákvæða karlmennsku sem Þorsteinn V. Einarsson ber ábyrgð á. Sótt er um 100 þúsund króna styrk

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur

    4. Jötunauga sækir um styrk fyrir Menningarhátíð Dunhaga sem haldin verður í annað sinn sumarið 2022. Sótt er um 100 þúsund krónur

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

    5. Skjaldborg sækir um styrk fyrir verkefninu Skjaldbakan sem er barna- og fræðslustarf varðandi kvikmyndahátíðina Skjaldborg. Sótt er um 200 þúsund krónur.

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur.

    6. Skjaldborg sækir um styrk vegna Skjaldborgar - hátíð íslenskra heimildamynda 2022. Sótt er um 100 þúsund krónur.

    Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100 þúsund krónur

      Málsnúmer 2201005 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00