Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #27

Fundur haldinn í fjarfundi, 30. mars 2023 og hófst hann kl. 10:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) varamaður
 • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Anna Vilborg Rúnarsdóttir boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

Almenn mál

1. Umsókn í Barnamenningarsjóð fyrir Skrímslastopp í Arnarfirði

Lögð var fram tillaga að umsókn Vesturbyggðar í Barnamenningarsjóð fyrir verkefnið Skrímslastopp í Arnarfirði í samstarfi við Bíldudalsskóla og Fjörulalla ehf.

Ráðið tekur vel í hugmyndina og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að senda inn umsókn í samræmi við umræður á fundinum.

  Málsnúmer 2303046 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023

  Rætt var um starfsemi tjaldsvæða Vesturbyggðar á komandi ferðamannasumri.

   Málsnúmer 2301002 4

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30