Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #49

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, 6. júlí 2017 og hófst hann kl. 17:00

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir

Almenn mál

1. Minjasafnið á Hnjóti

Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hún fór yfir rekstur safnsins og sagði frá helstu verkefnum á vegum þess. Inga Hlín fór yfir helstu atriði ársreikningsins 2016. Ársreikningur 2016 lagður fram til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Egill Ólafsson fulltrúi afkomenda í stjórn safnsins átti þess ekki kost að sækja fundinn en hefur fengið kynningu á ársreikningi. Formanni samráðsnefndar falið að fá undirskrift hans á skýrslu stjórnar jafnframt er formanni samráðsnefndar falið að ganga frá símastyrk við safnstjóra.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Íþróttafulltrúi Vesturbyggðar og HHF - úttektarskýrsla.

Skýrsla frá Páli Vilhjálmssyni með úttekt á starfi íþróttafulltrúa og HHF lögð fram til kynningar. Ákveðið að boða formann HHF á næsta fund samráðsnefndar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Samstarfssamningur um almenningssamgöngur

Drög að útboðslýsingu fyrir almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum lögð fram til kynningar. Verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð kynnti.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Styrktarsjóður heilbrigðisstofnunar V-Barð

Samráðsnefnd samþykkir að sótt verði um skilmálabreytingu láns vegna Aðalstrætis 90 á Patreksfirði.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Önnur mál

Jón Örn Pálsson lýsir yfir áhyggjum sínum af framgangi mála hjá Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20