Fundur haldinn í Aðalstræti 63, 6. júlí 2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir
Almenn mál
1. Minjasafnið á Hnjóti
Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri sat fundinn undir þessum lið. Hún fór yfir rekstur safnsins og sagði frá helstu verkefnum á vegum þess. Inga Hlín fór yfir helstu atriði ársreikningsins 2016. Ársreikningur 2016 lagður fram til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Egill Ólafsson fulltrúi afkomenda í stjórn safnsins átti þess ekki kost að sækja fundinn en hefur fengið kynningu á ársreikningi. Formanni samráðsnefndar falið að fá undirskrift hans á skýrslu stjórnar jafnframt er formanni samráðsnefndar falið að ganga frá símastyrk við safnstjóra.
2. Íþróttafulltrúi Vesturbyggðar og HHF - úttektarskýrsla.
Skýrsla frá Páli Vilhjálmssyni með úttekt á starfi íþróttafulltrúa og HHF lögð fram til kynningar. Ákveðið að boða formann HHF á næsta fund samráðsnefndar.
3. Samstarfssamningur um almenningssamgöngur
Drög að útboðslýsingu fyrir almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum lögð fram til kynningar. Verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar í Vesturbyggð kynnti.
4. Styrktarsjóður heilbrigðisstofnunar V-Barð
Samráðsnefnd samþykkir að sótt verði um skilmálabreytingu láns vegna Aðalstrætis 90 á Patreksfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20