Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #50

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. október 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Friðbjörg Matthíasdóttir formaður

Almenn mál

1. Minjasafn Egils Ólafssonar Hnjóti

a) Inga Hlín Valdimarsdóttir forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti fór yfir starfsemi sumarsins.
Safnið var opið frá 1. maí - 30.sept. og var starfsemin með hefðbundnum hætti. Unnið var áfram með sumardagskrá safnsins og safnadag minjasafnsins á Hnjóti. Einnig stóð safnið fyrir sögugöngum um nágrennið. Kaffitería var rekin á safninu og minjagripasala. Gestir sumarsins voru heldur færri en sumarið 2016 eða 3055 einstaklingar sem greiddu aðgang. Nokkuð fleiri koma á staðinn til að fá kaffi eða nýta aðstöðu án þess að kaupa aðgang á safnið. 2 sumarstarfsmenn voru ráðnir til starfa við safnið, ásamt afleysingastarfsmanni.
b) Staðfest beiðni Ingu Hlínar Valdimarsdóttur forstöðumanns MEÓ um fæðingarorlof frá 10/11 2017 - 10/5 2017 og að því loknu mun hún taka áunnið orlof. Samráðsnefnd samþykkir að ráða Óskar Leif Arnarsson, fornleifafræðing sem forstöðumann safnsins í leyfi Ingu Hlínar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30