Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #51

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn mál

1. Brú lífeyrissjóður - lífeyrisskuldbindingar í A-deild.

Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 5. janúar sl. frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að hlutur Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti í viðbótarlífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga við A-deild Brúar í kjölfar setningu laga nr. 12//2016 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé rúmar 5 millj.kr.

Samráðsnefnd samþykkir að greiða upp framlag í Jafnvægissjóð Brúar að upphæð 0,5 millj.kr. og Varúðarsjóð að upphæð 0,4 millj.kr. en óskar eftir að greiðslur í Lífeyrisaukasjóð að upphæð 4,1 millj.kr. greiðist með samtímagreiðslum, þ.e. með hækkun lífeyrisiðgjalda.

Samráðsnefnd óskar eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum sem nemur uppgreiðslu viðbótarframlags í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð og hækkunar lífeyrisiðgjalda vegna tímabilsins júní til desember 2017. Lagt er til að greiðslur í Lífeyrisaukasjóð verði mætt með samtímagreiðslum, þ.e. hækkun mánaðarlegra iðgjalda í Brú lífeyrissjóð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Minjasafn Egils Ólafssonar - fjárhagsáætlun 2018.

Lögð fram fjárhagsáætlun Minjasafnins að Hnjóti fyrir árið 2018. Alls er gert ráð fyrir útgjöldum 21,1 millj.kr. og tekjum 21,1 millj.kr.

Samráðsnefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun minjasafnsins ársins 2018 með fyrirvara um hækkun samtímagreiðslna lífeyrisiðgjalda í Brú og framlags til viðhalds fasteigna safnsins, sem ákveðið verður síðar. Forstöðumanni er falið að gera kostnaðaráætlun, forgangsraða viðhaldsverkefnum og leggja tillögur fyrir næsta fund samráðsnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25