Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #52

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, Patreksfirði, 25. september 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir (IÓÞ) varamaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir

Almenn mál

1. Kosning formanns og varaformanns - Samráðsnefnd

Lilja Magnúsdóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Lilja lagði til að Iða Marsibil Jónsdóttir verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.
Iða Marsibil Jónsdóttir tók við stjórn fundarins.
Iða Marsibil lagði til að Bjarnveig Guðbrandsdóttir verði varaformaður. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir annan þriðjudag hvers mánaðar klukkan fjögur, fyrst í nóvember 2018.

Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 1809032

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Vestfjarðastofa - Skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða

  Lagður fyrir tölvupóstur dags. 4. júlí frá Vestfjarðarstofu varðandi skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

  Fulltrúar svæðisins skipaðir í svæðiðsráð eru:
  Lilja Magnúsdóttir aðalmaður og Jón Árnason til vara.

   Málsnúmer 1807014 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Boð um kaup á Hnjóti 2

   Lagður fyrir tölvupóstur dagss. 20.07.2018 frá Guðnýju Sverkmo þar sem Hnjótur 2 er boðin til kaups. Málið hafði áður verið tekið fyrir hjá bæjarráði Vesturbyggðar þar sem því var vísað til Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Samráðsnefndin þakkar boðið en sér sér ekki fært að þekkjast það.
   Iðu Marsibil Jónsdóttur formanni samráðsnefndar falið að ræða við Guðnýju varðandi lóðamál Minjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti.

    Málsnúmer 1807047 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Önnur sameiginleg málefni

    Launavinnsla Tálknafjarðarhrepps rædd ásamt morgunferðum almenningssamgangna frá Tálknafirði til Patreksfjarðar alla virka morgna.

     Málsnúmer 1809031

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55