Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #53

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. desember 2018 og hófst hann kl. 14:00

Fundinn sátu
  • Magnús Jónsson (MJ) varamaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir ritari

Almenn mál

1. Samgöngumál

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sendir frá sér eftirfarandi bókun.

Fulltrúar Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps eru sammála um nauðsyn þess að flýta endurnýjun vegarins um Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem kostur er. Brýn þörf er orðin á endurnýjun vegarins vegna aldurs hans og ástands sem samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vega í dag. Miklidalur er fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða og nauðsynlegt að tryggja öruggar samgöngur á þessari leið sem kostur er vegna mikilvægis hennar sem tenging milli þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta vegasamgöngur við sunnanverða Vestfirði sem allra fyrst. Sú staða sem komin er upp vegna þess að Reykhólahreppur hefur dregið að taka ákvörðun um veglínu nýlagningar á Vestfjarðavegi 60 setur allar áætlanir um uppbyggingu vegarins og fjármögnun þessara framkvæmda í uppnám. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps harmar það rof á áratuga samstöðu þessara þriggja sveitarfélaga um vegabætur á Vestfjarðavegi 60, sem virðist vera orðið með drætti á ákvörðun Reykhólahrepps og hvetur sveitarstjórn Reykhólahrepps til þess að standa við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar þannig að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Samgöngur við sunnanverða Vestfirði samkvæmt Þ-H leiðinni, eru gríðarlega mikilvægar og brýnt að þar takist vel til með veghönnun og lagningu með framtíðarnotkun vegarins í huga, öllum íbúum sunnanverðra Vestfjarða til hagsbóta.

Samþykkt samhljóða

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Minjasafn Egils Ólafssonar - Ársreikningur 2017

Drög að ársreikningi 2017 lögð fyrir til kynningar. Inga Hlín Valdimarsdóttir kynnti. Endanlegur ársreikningur lagður fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Minjasaf Egils Ólafssonar - Ástand safnsins

Inga Hlín Valdimarsdóttir fór yfir ástandsskoðun á húsnæði safnins og yfirlit yfir þau viðhaldsverkefni sem ráðast þarf í á húsnæði safnsins. Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og nema þær um 2,8 milljónum króna.

Samráðsnefndin var samhljóma um að nauðsynlegt sé að leggja til ákveðið fjármagn árlega til að standa undir nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði safnsins. Nefndin var samhljóma um að 3,0 m. kr. yrðu veittar til viðhalds húsnæðisins á árinu 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Minjasafn Egils Ólafssonar - Málefni safnsins

Inga Hlín Valdimarsdóttir safnstjóri fór yfir helstu málefni safnsins, starf þess á árinu 2019 og fyrirhugaðar sýningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Minjasafn Egils Ólafssonar - Fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2019 fyrir Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti vegna ársins 2018. Samráðsnefndin samþykkir áætlunina.

Samráðsnefndin vísar fjárhagsáætlun fyrir Minjasafnið til bæjarráðs og sveitastjórnar til frekari umræðu fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:29