Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #56

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 22. október 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Magnús Jónsson (MJ) varamaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn mál

1. Listasafn Vestur-Barðastrandarsýslu

Lögð fram samantekt yfir málverk í eigu héraðsnefndar Vestur-Barðastrandarsýslu. Nanna Sjöfn Pétursdóttir kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við skráningu verkana 2009.

Samráðsnefnd leggur til að farið verði yfir samantektina og verkin staðsett. Bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að fylgja málinu eftir.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Minjasafn Egils Ólafssonar - Fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram staða í rekstri Minjasafns Egils Ólafssonar gagnvart fjárhagsáætlun 2019. Safnstjóri safnsins kom inn á fundinn og fór yfir stöðuna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Viðhald á árinu 2019

Safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar fór yfir stöðu framkvæmda við eignir safnsins á árinu 2019.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Minjasafn Egils Ólafssonar - Fjárhagsáætlun 2020

Safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar lagði fram drög að fjárhagsáætlun fyrir safnið árið 2020. Safnstjóri sendir samráðsnefnd kostnaðaráætlun og forgangsröðun framkvæmda fyrir árið 2020.

Samráðsnefnd vísar fjárhagsáætlun fyrir Minjasafn Egils Ólafssonar til fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélaganna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00