Fundur haldinn í fjarfundi, 3. september 2020 og hófst hann kl. 11:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Almenn mál
1. Skólavist á milli sveitarfélaga - samkomulag
Lögð voru fram drög dags. 20.08.2020 að samkomulagi milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um skólavist barna utan lögheimilissveitarfélags.
Afgreiðsla:
RH og ÓÞÓ falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum, undirrita þau og leggja fyrir sveitarstjórnirnar til staðfestingar.
2. Samgöngumál á sunnanverðum Vestfjörðum
Minnisblað lagt fram frá samtalsfundi oddvita sveitarstjórnanna og bæjarstjóra og sveitarstjóra um jarðgöng og samgöngur sem fór fram 28.08.2020.
Afgreiðsla:
Samráðsnefndin telur að sveitarfélögin tvö eigi sameinast um þau áhersluatriði sem koma fram í minnisblaðinu og næstu skref verði í samræmi við það sem þar kemur fram.
RH og ÓÞÓ falið að vinna drög að sameiginlegri ályktun sveitarfélaganna vegna uppbyggingu samgöngumannvirkja og jarðgangna á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja fyrir fundi sveitarstjórnanna í september.
3. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti - ársreikningur 2019
Drög að óendurskoðuðum ársreikningi ársins 2019 var lagður fram.
Afgreiðsla:
Ákveðið að næsti fundur samráðsnefndarinnar verði tileinkaður málefnum minjasafnsins og að sá fundur fari fram í september.
4. Starfshættir samráðsnefndar
Rætt var um starfshætti samráðsnefndar svo sem fundartíma og þau verkefni sem nefndin fjallar um.
Afgreiðsla:
RH og ÓÞÓ falið að vinna tillögu að erindisbréfi samráðsnefndar sem verði lögð fram á fundi nefndarinnar í október ásamt tillögu að starfsáæltun nefndarinnar veturinn 2020-2021.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55