Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #57

Fundur haldinn í fjarfundi, 3. september 2020 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Almenn mál

1. Skólavist á milli sveitarfélaga - samkomulag

Lögð voru fram drög dags. 20.08.2020 að samkomulagi milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um skólavist barna utan lögheimilissveitarfélags.

Afgreiðsla:
RH og ÓÞÓ falið að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum, undirrita þau og leggja fyrir sveitarstjórnirnar til staðfestingar.

    Málsnúmer 2009026 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Samgöngumál á sunnanverðum Vestfjörðum

    Minnisblað lagt fram frá samtalsfundi oddvita sveitarstjórnanna og bæjarstjóra og sveitarstjóra um jarðgöng og samgöngur sem fór fram 28.08.2020.

    Afgreiðsla:
    Samráðsnefndin telur að sveitarfélögin tvö eigi sameinast um þau áhersluatriði sem koma fram í minnisblaðinu og næstu skref verði í samræmi við það sem þar kemur fram.
    RH og ÓÞÓ falið að vinna drög að sameiginlegri ályktun sveitarfélaganna vegna uppbyggingu samgöngumannvirkja og jarðgangna á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja fyrir fundi sveitarstjórnanna í september.

      Málsnúmer 2009027

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti - ársreikningur 2019

      Drög að óendurskoðuðum ársreikningi ársins 2019 var lagður fram.

      Afgreiðsla:
      Ákveðið að næsti fundur samráðsnefndarinnar verði tileinkaður málefnum minjasafnsins og að sá fundur fari fram í september.

        Málsnúmer 2009028 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Starfshættir samráðsnefndar

        Rætt var um starfshætti samráðsnefndar svo sem fundartíma og þau verkefni sem nefndin fjallar um.

        Afgreiðsla:
        RH og ÓÞÓ falið að vinna tillögu að erindisbréfi samráðsnefndar sem verði lögð fram á fundi nefndarinnar í október ásamt tillögu að starfsáæltun nefndarinnar veturinn 2020-2021.

          Málsnúmer 2009029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:55